Breiðablik hefur samið við Bjarka Steinar Gunnþórsson til næstu tveggja tímabila, en Blikar munu leika í fyrstu deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr Subway deildinni.
Bjarki er að upplagi úr Stjörnunni ogfæddur 2007, en hann gekk til liðs við Breiðablik í byrjun árs 2024. Þar varð hann lykilmaður í sterkum yngri flokkum félagsins og meðal annars Íslandsmeistari með unglingaflokki Blika. Bjarki Steinar hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands á öllum stigum og var meðal annars í lokahóp bæði U15 og U16 ára landsliðs Íslands.