spot_img
HomeFréttirNorðurlandamótið 2024 á enda – Karfan þakkar fyrir sig

Norðurlandamótið 2024 á enda – Karfan þakkar fyrir sig

Norðurlandamóti undir 16, 18 ára drengja/stúlkna og undir 20 ára kvenna/karla lauk í dag í Kisakallio í Finnlandi, en undir 18 og 20 ára liðin léku í Södertalje í Svíþjóð. Öll stóðu liðin sig vel þetta árið og komust mörg þeirra á verðlaunapall. Karfan var svo heppin að fá að birta yfir 100 fréttir með og í kringum leikina sem spilaðir voru í Kisakallio og Södertalje.

Hérna eru fréttir af Norðurlandamótinu 2024

Gaman var að sjá hversu mörg liðanna náðu að vinna til verðlauna, en þá voru frammistöður þeirra liða sem ekki náðu að vinna einnig til fyrirmyndar. Stærstur sigra liða þetta árið á mótinu var líklega hjá undir 20 ára liði karla, sem í fyrsta skipti vann mótið og vill Karfan nýta tækifærið til þess að opinberlega óska þeim innilega til hamingju með þann mæta árangur.

Karfan vill þó einnig nota þetta tækifæri til þess að þakka Körfuknattleikssambandinu, stjórninni, starfsmönnum og sérstaklega afreksstjóranum Arnari Guðjónssyni fyrir stuðninginn og samstarfið bæði þetta árið, sem og öll þau ár sem á undan hafa farið. Því það er vissulega svo að Karfan láti af hendi sjálfboðaliða í verkefnið á hverju ári, en án trausts og vilja til samstarfs frá þeim væri miðillinn ekki að sinna því áhugaverða starfi að fylgja þessum efnilegu krökkum eftir.

Fréttir
- Auglýsing -