Óðinn Freyr Árnason hefur samið við Selfoss fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Óðinn Freyr er 19 ára gamall og kemur til liðsins frá Hrunamönnum en þrátt fyrir ungan aldur lék hann með þeim síðastliðin fjögur tímabil í 1.deildinni. Hjá Selfoss hittir Óðinn fyrir föður sinn Árna Þór Hilmarsson sem hefur þjálfað liðið frá síðasta tímabili.