spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeikjadagskrá klár fyrir 2024/25 tímabilið - Nýliðaslagur í Austurbergi og KR fer...

Leikjadagskrá klár fyrir 2024/25 tímabilið – Nýliðaslagur í Austurbergi og KR fer í Skagafjörðinn

Leikjaniðurröðun Subway og fyrstu deilda fyrir komandi leiktíð hefur verið staðfest og er nú aðgengileg á síðu KKÍ. Subway deild kvenna mun ríða á vaðið 1. október, en Subway deild karla fer af stað 3. október. Keppni 1. deilda hefst einnig í sömu viku, en karlarnir leika 4. október og konurnar þann 5. október.

Subway deild kvenna hefst á nýliðaslag Aþenu og Tindastóls. Einnig mætast í fyrstu umferð Valur og Þór Ak., Njarðvík og Grindavík, Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur, og Haukar og Hamar/Þór mætast.

Subway deild karla mun hefjast á leik KR gegn Tindastóli. Einnig mætast Þór Þ. og Njarðvík, Álftanes og Keflavík, Haukar og Höttur, Stjarnan fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn og Grindavík og ÍR mætast.

Hérna má skoða leikjadagskrá deildanna

Fréttir
- Auglýsing -