Sigvaldi Eggertsson hefur samið við Fjölni fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla.
Sigvaldi er að upplagi úr KR, en kemur til Fjölnis frá Haukum í Subway deildinni, en ásamt þeim Fjölni og ÍR, þar sem hann lék fyrir Borche, hefur hann áður einnig leikið fyrir Obradoiro á Spáni. Þá var hann á sínum tíma lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands.
Þetta er í annað skiptið sem Sigvaldi kemur í Grafarvoginn en hann var áður á mála hjá félaginu tímabilið 2017-18 áður en hann hélt til Spánar. Eftir tímabilið með Fjölni var Sigvaldi valinn besti ungi leikmaður 1. deildar karla og einnig í úrvalsliði deildarinnar.
Sigvaldi sagðist ánægður að vera komin aftur í Fjölni undir stjórn Borche: ,,Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili, hlakka til að vinna aftur með Borche. Ég hlakka einnig til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa ungum og efnilegum leikmönnum liðsins.”
,,Sigvaldi er mjög hæfur körfuboltaleikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum og er frábær viðbót fyrir liðið okkar. Hann er auk þess frábær þriggja stiga skytta og frákastari. Sigvaldi hefur áður spilað undir minni stjórn í tvö ár og þekkir vel hvernig ég vill að liðið spili og það gerir okkur auðveldara fyrir þegar kemur að því að stilla saman strengi. Auk þessu hefur Sigvaldi alþjóðlega reynslu eftir að hafa leikið í Spáni fyrir lið eins og Obradorio og hér heima með ÍR og Haukum í Subway deidlinni. Sem þjálfari vænti ég að hann verði einn af leiðtogum liðsins, nýti reynslu sína og miðli henni til yngri leikmanna, sem geri liðið að toppliði sem það á að vera,” sagði Borche Ilievski þegar Sigvaldi skrifaði undir á dögunum.