Undir 18 ára landslið Íslands leika þessa dagana á Norðurlandamóti í Södertalje í Svíþjóð, en mótið er annað tveggja sem liðin fara á þetta sumarið. Það seinna er svo Evrópumótið, en stúlkurnar fara 2.-11. ágúst til Ploiesti í Rúmeníu á meðan að mót drengjanna er 26. júlí – 4. ágúst í Skopje í Makedóníu.
Hérna eru fréttir af Norðurlandamótinu
Af tólf leikmönnum íslenska drengjaliðsins hefur einn ekki náð að taka neinn þátt vegna meiðsla, Arnór Tristan Helgason, en hann meiddist á æfingu dögunum og þarf að bíða og sjá hvort hann nái að jafna sig á næstu dögum. Karfan spjallaði við Arnór um meiðslin, leiki mótsins hjá liðinu og hvenær hann geri ráð fyrir að vera kominn af stað aftur.