spot_img
HomeFréttirUndir 16 ára lið drengja tapa fyrsta leik gegn Noregi í Kisakallio

Undir 16 ára lið drengja tapa fyrsta leik gegn Noregi í Kisakallio

Undir 16 ára lið drengja tapaði gegn Noregi í sínum fyrsta leik á Norðurlandamótinu sem haldið er í Kisakallio. Leikurinn var nokkuð jafn allan leikinn en Íslensku strákarnir áttu í erfiðleikum með að skora og skorti alla heppni, á öðrum degi hefðu þeir líklega tekið þetta.

Fyrir leik

Strákarnir mættu til Kisakallio í gær og eyddu deginum í að koma sér fyrir og hvíla sig eftir ferðalagið. Í morgun þá tóku þeir létta æfingu fyrir fyrsta leik, og voru þeir spenntir að mæta í fyrsta leik mótsins.

Byrjunarlið

Marinó, Sturla, Róbert, Jakob, Leó

Leikurinn

Fyrsti leikhluti var skemmtun frá byrjun til enda, íslensku strákarnir tóku yfir snemma í fyrsta leikhluta og spiluðu af ógnarkrafti. Góður hópur íslenskra foreldra er mættur til þess að styðja og er mikil stemning í stúkunni og á bekknum. Staðan í lok fyrsta leikhluta 20-27 Íslandi í vil.

Í öðrum leikhluta þá náði noregur að klóra í bakkann og komust yfir 30-29. Íslensku strákarnir unnu hvert sóknarfrákastið á fætur öðru en boltinn vildi ekki fara ofan í. Liðin skiptust á að skora, en Norðmenn leiða með 3 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 46-43.

Norðmenn byrjuðu betur í þriðja leikhluta en Ísland átti í erfiðleikum með nýta færin sín. Vörn beggja liða var virkilega sterk og erfitt að finna glufur. Norðmenn héldu þó forskoti allan leikhlutann en þeir íslensku gerðu vel og héldu í við þá. Staðan í lok þriðja leikhluta var 62-58.

Fjórði leikhluti var hraður og bæði lið ætluðu sér að klára leikinn sterkt. Mikið var um hraðarupphlaup, stolna bolta og blokk. þegar það voru þrjár mínútur eftir á klukkunni var tekið leikhlé og Norðmenn sátu á þriggja sitga forskoti líkt og þeir höfðu gert nær allan leikinn. Íslensku strákarnir gerðu allt sem þeir gátu en náðu ekki að komast til baka og leikurinn endaði 80-71 Noregi í vil.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur íslenska liðsins var Jakob Leifsson með 15 stig, 3 stolna bolta og 3 stoðsendingar. Þá skilaði Sturla Böðvarsson 9 stigum, 10 fráköstum og 2 stolnum boltum.

Hvað svo?

Næsti leikur Íslands er 4. júlí kl. 16:30 gegn Svíþjóð.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -