Undir 20 ára lið kvenna lagði Danmörku nokkuð örugglega í morgun í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu 2024, 50-66. Fyrir leik dagsins hafði liðið tapað fyrir Írlandi og heimakonum í Svíþjóð. Sigurinn í dag tryggði þeim því þriðja sætið á mótinu.
Fréttaritari Körfunnar í Södertalje náði tali af Ólafi Jónasi Sigurðarsyni þjálfara Íslands að móti loknu. Sagðist Ólafur hafa verið ánægður með mótið í heild og að liðið hafi grætt mikið á þáttöku í því, en næst á dagskrá er Evrópumót liðsins, sem fram fer í Búlgaríu frá 6. til 14. júlí.