Undir 20 ára lið karla lagði Eistland í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en á morgun kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum Almar Orri Atlason með 34 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Honum næstur var Leó Curtis með 14 stig, 12 fráköst og 3 stoðsendingar.