Benjamín Karl Styrmisson hefur samið við Skallagrím í fyrstu deild karla til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Benjamín er 22 ára og að upplagi úr Skallagrími og hefur leikið stórt hlutverk með ungmennaflokki þeirra á síðustu tímabilum.
Benjamín Karl Styrmisson hefur gert samning til tveggja ára við körfuknattleiksdeild Skallagríms. „Benjamín er metnaðarfullur leikmaður og góður liðsfélagi. Það verður gaman að fylgjast með honum vaxa enn frekar og eflast sem leikmaður í meistaraflokki á komandi tímabili“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Skallagríms.