Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza máttu þola tap í kvöld fyrir stórliði Barcelona, 68-63.
Eftir leikinn er Zaragoza í 16. sæti deildarinnar með þrjá sigra og tíu töp það sem af er tímabili.
Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi 6 stigum, 8 fráköstum,2 stoðsendingum og 6 varin skot.
Næsti leikur Zaragoza er komandi miðvikudag 4. janúar gegn Breogan.