Selfoss Karfa hefur skráð lið til þátttöku í fyrstu deild kvenna á komandi keppnistímabili. Félagið hefur aðeins einu sinni verið með meistaraflokk kvenna en það var tímabilið 2013/2014 og því komin um 10 ár síðan síðast. Skrifað hefur verið undir samning við þjálfara liðsins og mun Davíð Ásgrímsson leiða liðið í vetur.
Davíð hefur starfað við félagið undanfarin ár við góðan orðstýr með yngri flokka. Samivæmt fréttatilkynningu verður liðið byggt á grunni kvenna af svæðinu auk þess að ungir og efnilegir iðkendur úr yngri flokkunum fá tækifæri.
Hvetur félagið áhugasamar konur af svæðinu til að setja sig í samband til að taka þátt í starfinu í vetur.