Sóllilja Bjarnadóttir hefur samið við Grindavík fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Sóllilja er 29 ára bakvörður sem kemur til liðsins frá Breiðablik, en ásamt því að hafa leikið fyrir þær hefur hún verið á mála hjá Stjörnunni, KR, Val og Umea í Svíþjóð. Þá hefur hún einnig leiki sex leiki fyrir íslenska A landsliðið.
„Við erum mjög spennt að fá Sóllilju til liðs við okkur. Hún er reynslumikill leikmaður og bætir mikilli breidd og reynslu við okkar hóp sem mun nýtast okkur vel á komandi tímabili“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.