spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÖflugt þjálfarateymi næsta vetur á Álftanesi

Öflugt þjálfarateymi næsta vetur á Álftanesi

Álftanes hefur framlengt samning sinn við þjálfarann Kjartan Atla Kjartansson út næsta tímabil. Þá hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari og Valdimar Halldórsson verður sjúkraþjálfari liðsins.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður Álftnesinga hafði þetta að segja eftir að samningar voru í höfn:

„Þetta var auðveld ákvörðun að framlengja við Kjartan Atla enda stýrði hann liði okkar frábærlega í vetur í fyrsta sinn í Subway deildinni þar sem við komust í úrslitakeppnina og í undanúrslit bikarsins. Þá er mikill styrkur í því að fá til liðs við okkur Hjalta Þór sem er einn af reynslumeiri þjálfurum landsins og m.a. komið að þjálfun A-landsliðs karla. Valdimar Halldórsson hefur starfað með landsliðinu síðastliðin þrjú ár og kemur með mikla þekkingu í okkar starf. Fyrir klúbb sem á ekki langa sögu í körfubolta er mikilvægt að laða til sín fólk með reynslu. Með hverju tímabili reynum við alltaf að stíga eitt eða tvö skref fram á við.“

Fréttir
- Auglýsing -