Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu Nevezis í kvöld í LKL deildinni í Litháen, 84-86.
Leikurinn var sá sjöundi í röð sem liðið sigrar, en þeir eru nú í öðru sæti deildarinnar með 10 sigra eftir fyrstu 13 umferðirnar.
Á tæpum 22 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 8 stigum, 2 fráköstum og 7 stoðsendingum.
Næsti leikur Rytas í deildinni er þann 7. janúar gegn Wolves.