spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚr Grindavík í Skallagrím

Úr Grindavík í Skallagrím

Magnús Engill Valgeirsson hefur samið til næstu tveggja ára við Skallagrím í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.

Magnús er 20 ára gamall framherji sem kemur til Skallagríms frá uppeldisfélagi sínu í Grindavík, en á síðustu leiktíð var hann með Skallagrími á venslasamning.

„Ég er virkilega spenntur að fara í Borgarnes. Stjórnin og Pétur eru með flott markmið fyrir leikmenn, liðið sjálft og yngri flokkastarfið og er ég spenntur að vinna að þeim verkefnum með þeim. Ég sé mig bæta mig sem leikmann hér og vinna leiki!“ Sagði Magnús eftir að samningar voru í höfn.

Fréttir
- Auglýsing -