Undir 20 ára karlalið Íslands mun nú í sumar taka þátt í tveimur mótum, Norðurlandamóti í Södertalje í Svíþjóð 26.-30. júní og A deild Evrópumótsins í Gdynia í Póllandi 13.-21. júlí.
Hérna er 12 leikmanna hópur Íslands fyrir NM 2024
Um nokkuð óhefðbundið Norðurlandamót er að ræða þar sem mótherjar liðsins á mótinu verða Eistland, Svíþjóð, Danmörk og Finnland, en Noregur situr hjá þetta árið.
Hérna eru upplýsingar um leiktíma og beinar útsendingar af NM 2024
Eftir að hafa gert vel og haldið sér uppi í A deildinni á síðasta Evrópumóti var Ísland í pottinum þegar dregið var í riðla mótsins nú í vetur. Upp úr pottinum komu nokkuð sterkar þjóðir, þar sem Ísland mun etja kappi við Litháen, Slóveníu og Svartfjallaland.
Hérna eru upplýsingar um leiktíma og beinar útsendingar af EM 2024
Karfan kom við á æfingu hjá liðinu á dögunum og ræddi við Pétur Már Sigurðarson þjálfara og þá Tómas Val Þrastarson og Almar Orra Atlason leikmenn liðsins um verkefni komandi sumars.