spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverja valdi Páll Kolbeins í byrjunarliðið sitt?

Hverja valdi Páll Kolbeins í byrjunarliðið sitt?

Fyrrum landsliðsmaðurinn Páll Kolbeinsson var gestur í Fyrstu fimm hlaðvarpinu á dögunum, en þar velja leikmenn sitt draumalið leikmanna af fyrrum samherjum.

Páll var á sínum tíma einn besti bakvörður Íslands, en á feril sínum 1981 til 1998 lék hann fyrir tvö lið á Íslandi, KR og Tindastól, og University of Wisconsin–Oshkosh Titans í bandaríska háskólaboltanum. Þá lék hann frá 1986 til 1992 43 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Páll fer yfir víðan völl gífurlega farsæls félags- og landsliðsferils síns og velur sér tvö byrjunarlið leikmanna sem hann spilaði með á ferlinum. Annars vegar með landsliði og hinsvegar félagsliðum. Hér fyrir neðan má sjá hverja Páll valdi í liðin sín og hlusta á upptöku þar sem hann gerir grein fyrir valinu á sama tíma og hann fer yfir ferilinn.

Fyrstu fimm

Landslið

Pálmar Sigurðsson

Jón Kr Gíslason

Teitur Örlygsson

Valur Ingimundarson

Pétur Guðmundsson

Sjötti maður væri Guðmundur Bragason og þjálfari Einar Bollason.

Félagslið

Jón Sigurðsson

Guðni Guðnason

Axel Nikulásson

Jonathan Bow

Anatolij Kovtun

Sjötti maður Birgir Mikaelsson og þjálfari Lazlo Nemeth.

Fréttir
- Auglýsing -