spot_img
HomeFréttirMætir til starfa hjá Val

Mætir til starfa hjá Val

Valur hefur ráðið Ólöfur Helgu Pálsdóttur í þjálfarateymi yngri flokka og sem verkefnastjóra félagsins, en þar mun hún hefja formleg störf í ágúst eftir að hafa tekið þátt í sumarstarfsemi deildarinnar.

Ólöf kemur til Vals frá Grindavík, þar sem hún þjálfaði bæði yngri flokka og meistaraflokk. Þá hefur hún einnig þjálfað áður hjá Haukum. Þá var hún á sínum tíma mjög öflugur leikmaður sem varð t.a.m. Íslandsmeistari með Njarðvík og lék leiki fyrir íslenska landsliðið.

,,Ég er mjög þakklát Val fyrir traustið og tækifærið í jafn stóru og metnaðarfullu félagi sem Valur er. Hér er virkilega góður andi og maður finnur fyrir sterku samfélagi meðal allra innanhúss. Það verður gaman að geta tekið þátt í uppbyggingunni sem nú þegar er að eiga sér stað og ég get ekki beðið eftir að byrja“ – Sagði Ólöf Helga eftir að samningar voru í höfn.

,,Ég hef þekkt Ólöfu Helgu frá því hún spilaði í unglingalandsliðinu hjá mér þegar við unnum fyrsta Promotion Cup sem íslenskt kvenna lið 2003. Ólöf Helga var frábær leikmaður og jafnvel öflugri þjálfari. Það er frábært fyrir okkur í Val og þá leikmenn sem Ólöf Helga mun vinna með að fá hana í okkar frábæra þjálfara teymi sem við höfum að Hlíðarenda” – Ágúst Björgvinsson, yfirþjálfari KKD Vals.

Fréttir
- Auglýsing -