spot_img

Aftur heim í KR

Þorvaldur Orri Árnason hefur samið um að leika fyrir nýliða KR á komandi tímabili í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlunum rétt í þessu.

Þorri er 22 ára gamall í dag en lék á sínum tíma í gegnum yngri flokkana með KR og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik tímabilið 2019-2020, þá 17 ára gamall. Tímabilin 2021-2022 og 2022-2023 var Þorri í lykilhlutverki hjá KR. Síðasta sumar var Þorri valinn í nýliðavali þróunardeildar NBA af Cleveland Charge en gekk svo til liðs við Njarðvíkinga um haustið.

Þorvaldur Orri Árnason:
“Ég er mjög spenntur að vera kominn aftur heim í KR og geta hjálpað KR að komast aftur í fremstu röð. Ég tel þetta vera rétta skrefið í að þróast sem enn betri leikmaður og geta tekið minn leik á næsta level sem og liðið sjálft næsta vetur.”

Jakob Örn Sigurðarson:
“Ég er gríðarlega ánægður að Þorri sé kominn aftur heim í KR. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og því er það stórt að Þorri spili með okkur á næsta tímabili. Mér finnst Þorri hafa tekið miklum framförum seinustu tvö tímabil og hlakka ég til að aðstoða hann við að þróast enn frekar sem leikmaður og karakter og taka sinn leik á hærra level.”

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá f.v. Hjalta Má Einarsson, stjórn KR körfu, Þorvald Orra Árnason og Jakob Örn Sigurðarson, þjálfara mfl. karla.

Mynd / Gunni Sverris

Fréttir
- Auglýsing -