spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaOrðið á götunni: Jón Axel heim, Njarðvík semur við gengið og Dani...

Orðið á götunni: Jón Axel heim, Njarðvík semur við gengið og Dani farin frá Grindavík

Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

  • Grindvíkingar eru sagðir hafa boðið fyrrum leikmanni sínum og leikmanni HLA Alicante Jóni Axeli Guðmundssyni samning sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni Subway deildarinnar á næsta tímabili.

  • Þá gengur sú saga að leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna Danielle Rodriguez sé á leiðinni á meginlandið nú í sumar og muni leika fyrir lið sem tekur þátt í Evrópukeppni á næsta tímabili.

  • Heyrst hefur að Selfoss íhugi að skrá lið til keppni í fyrstu deild kvenna á næsta tímabili.

  • Fyrsti leikmaðurinn sem orðaður hefur við þetta nýja lið Selfoss er fyrrum leikmaður Tindastóls Eva Rún Dagsdóttir.

  • Arnþór Freyr Guðmundsson er sagður næsta öruggur til þess að yfirgefa Stjörnuna fyrir komandi tímabil og er valið sagt standa á milli Hauka í Subway deildinni eða uppeldisfélags hans Fjölnis í fyrstu deildinni.

  • Keflvíkingar eru sagðir hafa augastað á að semja við fyrrum leikmann Þróttar Vogum Arnald Grímsson fyrir komandi tímabil í Subway deildinni.

  • Þá eru Keflvíkingar einnig sagðir vilja endurnýja samning sinn við Marek Dolezaj og Urban Oman, en talið er gífurlega ólíklegt að sá síðarnefndi verið áfram á Íslandi.

  • Viktor Máni Steffensen er samkvæmt orðrómi búinn að yfirgefa Fjölni og er talið líklegt að hann muni skrifa undir hjá Álftanesi á næstu dögum.

  • Hilmar Smári Henningsson er sagður vera með nokkur vegleg tilboð á borðinu. Talið er líklegt að hann gangi til liðs við KR eða Stjörnuna fyrir komandi tímabil í Subway deildinni.

  • Leikmaður Gmunden Swans í Austurríki Orri Gunnarsson er enn sagður næsta öruggur aftur til Stjörnunnar.

  • Enn frekar er Stjarnan sögð hafa sett sig í samband við fyrrum leikmann Tindastóls Gerel Simmons til þess að athuga möguleika þess hann leiki fyrir félagið á komandi tímabili.

  • Birkir Daðason er sagður íhuga að ganga aftur til liðs við ÍR frá Hamri.

  • Samkvæmt orðrómi er landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson enn að ákveða sig hvort hann verði áfram hjá Tindastóli eða semji við Grindavík eða KR í Subway deildinni, þá hefur einnig verið nefnt að hann haldi aftur á vit ævintýrana á meginlandi Evrópu.

  • Leikmaður Grindavíkur Dedrick Basile er sagður líklegur til þess að semja við Grindavík eða Tindastól fyrir komandi tímabil.

  • Hringur Karlsson fyrrum leikmaður Hrunamanna í fyrstu deildinni er sagður leita sér að liði fyrir komandi tímabil. Samkvæmt orðinu á götunni eru Hamar, Ármann eða ÍA taldir líklegir áfangastaðir.

  • Leikmaður Hattar Sæþór Elmar Kristjánsson er sagður vera aftur á leið til Reykjavíkur eftir ár fyrir austan, er talið líklegt að hann gangi aftur til liðs við ÍR, Ármann í fyrstu deildinni eða leiki fyrir sinn gamla læriföður hjá Fjölni.

  • Ármenningar eru sagðir hafa átt í samræðum við Daniel Love sem lék fyrir Hauka og Álftanes á síðasta tímabili í Subway deildinni.

  • Þór Akureyri eru sagðir hafa sett mikinn kraft í leit sína að þjálfara fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Nöfn sem nefnd hafa verið til sögunnar sem mögulegir þjálfarar liðsins á næstu leiktíð eru Þröstur Leó Jóhannsson, Helgi Freyr Margeirsson og Guðmundur Ingi Skúlason.

  • Njarðvík eru sagðir við það að staðfesta kjarna leikmanna sinna frá síðasta tímabili, Mario Matasovic, Dominykas Milka, Dwayne Lautier og Veigar Pál Alexandersson.

  • Samkvæmt orði götunnar eru Grindavík og Keflavík bæði að skoða það að semja við leikmann Njarðvíkur Selena Lott fyrir komandi tímabil.

  • Ólíklegt þykir, samkvæmt orðrómi, að Daniela Wallen semji við Keflavík á nýjan leik.

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -