Helgi Freyr Margeirsson mun ekki halda áfram sem þjálfari nýliða Tindastóls í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlunum fyrr í dag.
Helgi Freyr tók við Tindastóli síðasta sumar og náði að skila liðinu í fjórða sæti fyrstu deildarinnar. Í úrslitakeppni deildarinnar komust Stólarnir svo í úrslitaeinvígið þar sem þær töpuðu 3-1 fyrir Aþenu. Vegna brotthvarfs Fjölnis úr Subway deildinni var liðinu þó boðið sæti í Subway deildinni á komandi leiktíð.