spot_img

Áfram í Ólafssal

Agnes Jónudóttir hefur endurnýjað samning sinn við Hauka fyrir tímabilið 2024-2025.

Agnes er einn af efnilegri leikmönnum Íslands, en hún hefur á síðustu árum leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Næst mun vera með undir 20 ára liðinu sem fer á NM seinna í mánuðinum í Svíþjóð.

Emil Barja þjálfari mfl. kv. hafði þetta að segja. „Agnes er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. Hún hefur vaxið mikið sem leikmaður síðustu ár og verður gaman að sjá hana vaxa enn meira þetta tímabil.“

Agnes er líka ánægð með hafa samið við Hauka og hlakkar til að taka slaginn með Haukum næsta tímabil. „Haukaliðið smellpassar við minn leikstíl og mín markmið í körfubolta. Ég er spennt fyrir tímabilinu með stelpunum og nýjum þjálfara. Hlakka til að vaxa sem leikmaður og leggja mitt af mörkum til liðsins,“ sagði Agnes um samninginn.

Fréttir
- Auglýsing -