Hamar hefur framlengt samningi sínum við Björn Ásgeir Ásgeirsson fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrir helgina.
Björn Ásgeir er að upplagi úr Hamri, en hann var bæði í liðinu sem vann sig upp í Subway deildina tímabilið 2022-23 og því er féll aftur úr henni á nýafstaðinni leiktíð 2023-24.