Lokahóf KKÍ fyrir nýafstaðið 2023-24 tímabil fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Veitt voru verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna í nokkrum flokkum. Þá voru sjálfboðaliðar Breiðabliks og Grindavíkur heiðraðir fyrir störf sín á tímabilinu og Sigmundur Már Herbertsson fékk verðlaun sem besti dómari ársins.
Besti leikmaður fyrstu deildar kvenna var valin Emma Hrönn Hákonardóttir leikmaður Hamars/Þórs. Emma er á leiðinni vestur um haf nú í sumar í bandaríska háskólaboltann og verður því fjarri góðu gamni þegar lið hennar tekur sæti í Subway deild kvenna komandi haust.
Mynd / KKÍ