Fjölnir varð á dögunum Íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna eftir sigur gegn Stjörnunni í einvígi. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni, en Fjölnir gerði sér lítið fyrir og vann næstu tvo, þann fyrri heima í Dalhúsum áður en þær kláruðu einvígið í Umhyggjuhöllinni í æsispennandi leik 71-73. Þjálfari liðsins er Lewis Diankulu.
Elín Heiða Hermannsdóttir var valin verðmætasti leikmaður úrslitanna, en hún skilaði að meðaltali 17,3 stigum, 6 fráköstum og 3,3 stoðsendingum.
Mynd / KKÍ