spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚr Smáranum í Forsetahöllina

Úr Smáranum í Forsetahöllina

Ívar Ásgrímsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Álftaness og var hann valinn úr hópi umsækjenda, en hann tekur við starfinu af Björgvini Jùnìussyni.

Ívar er reynslumikill og þekkir rekstrarumhverfi íþróttafélaga í þaula og reynsla hans sem fyrrum yfirþjálfari og íþróttastjóri mun samkvæmt tilkynningu félagsins nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu þess til næstu ára.

Frá árinu 2019 starfaði Ívar sem íþróttastjóri, yfirþjálfari og þjálfari hjá Breiðablik í körfubolta, árin 2011-2019 þjálfaði hann karlalið Hauka í körfubolta ásamt því að hafa þjálfað A-landslið kvenna árin 2004 til 2005 og svo aftur frá 2014 til 2018. 

„Álftanes er félag sem er að stækka mikið, eins og byggð í kring þar sem íbúafjöldi ríkur upp. Gríðarlega mikilvægir tímar eru framundan hjá félaginu þar sem möguleikar á stækkun og eflingu deilda innan félagsins eru framundan.“

Fréttir
- Auglýsing -