Elvar Már Friðriksson og Rytas lögðu hans gömlu félaga í Siauliai í dag í LKL deildinni í Litháen, 107-101.
Eftir leikinn eru meistarar Rytas í 3. sæti deildarinnar með átta sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Á rúmum 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 17 stigum, 2 fráköstum 3 stoðsendimgum, 3 stolnum boltum og vörðu skoti.
Næsti leikur Rytas í deildinni er þann 28. desember gegn Nevezisþ