Skallagrímur hefur samið við Pétur Már Sigurðsson fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.
Pétur Már tekur við starfinu af Atla Aðalsteinssyni, en ljóst var eftir að tímabili þeirra lauk að hann myndi ekki halda áfram. Pétur kemur til liðsins frá Vestra í 2. deildinni, en hann stýrði þeim einnig í fyrstu deildinni og Subway deildinni á síðustu árum. Pétur er ekki alls ókunnugur staðháttum hér í Borgarnesi en hann kom sem leikmaður fyrst 2002 og spilaði 3 tímabil með millilendingu á Ísafirði til ársins 2007.
Pétur hefur þjálfað bæði karla og kvennalið Vestra undanfarin ár ásamt því að koma að þjálfun yngri landsliða Íslands en hann þjálfar og stýrir einmitt U20 ára landsliði karla nú í sumar.