spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaBaldur hættir í Hólminum - Snæfell semur við leikmann og þjálfara

Baldur hættir í Hólminum – Snæfell semur við leikmann og þjálfara

Snæfell hefur ráðið Alejandro Rubiera fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Alejandro mun koma í stað Baldurs Þorleifssonar sem þjálfaði liðið fyrst tímabilið 2018/19 og svo alveg frá tímabilinu 2021-22 til dagsins í dag.

Alejandro hefur reynslu af þjálfun yngri flokka, en staf hans hjá Snæfell mun vera það fyrsta með meistaraflokk. Þá er hann einnig leikmaður og mun leika fyrir meistaraflokk karla hjá félaginu í fyrstu deild. Sem leikmaður spilaði hann með Breiðablik í fyrstu deild tímabilið 2021/22 og var hluti af liðinu sem komst upp um deild það ár. Árið eftir spilaði hann með Vestra í efstu deild. Alex fór svo til Svíþjóðar og komst upp í efstu deild með Helsingborg tímabilið 2022/23 þar skoraði hann 14 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Alejandro mun koma til landsins um miðjan ágúst og hefja æfingar hjá báðum liðum.

Fréttir
- Auglýsing -