Í kvöld hófst fyrsti úrslitalieikurinn í körfubolta karla, þegar Valsmenn tóku á móti Grindavík. Tvö efstu lið í deildarkeppninni. Þó svo að margir hallast að því að Grindavík eigi að vinna þessa rimmu, enda hafa þeir verið funheitir á meðan Valur hefur þurft að hafa meira fyrir sínum sigrum. En leikurinn var hinn besta skemmtun, áhorfendur frábærir og Valsmenn tryggðu sér sigurinn í 3. leikhluta með frábærri spilamennsku, 89-79
Það var gríðarleg stemming í höllinni, áhorfendur beggja liða létu vel í sér heyra. Fyrsti leikhlutinn var gríðarlega jafn, liðin skiptust á að taka forystu, þegar um tæpar þrjár mínútur voru eftir brustu á gríðarleg fagnaðalæti þegar sjálfur Kári Jónsson kom inn á. Virkilega gleðileg tíðindi fyrir Val og íslenskan körfubolta. En Grindavík fór með forystuna eftir fyrsta leikhluta 21-22.
Það var síðan sama barátta í öðrum leikhluta, Grindavík þó með forystuna og Valsmenn fylgdu fast á eftir. Um miðjan leikhluta sýndi Kári að hann hefur engu gleymt, tók sín signature skot. Það fór að aukast harkan aðeins, án þess þó að þetta færi í einhvern skrípaleik. Það var ekki mikið skorað í þessum leikhluta, en hann fór 16-15 fyrir Valsmenn og fóru því liðin með jafnmörg stig til hálfleiks, 37-37.
Þriðji leikhluti hófst með sömu baráttu og var í inum tveimur leikhlutunum. Áhorfendur sem fyrr með geðveik læti, þegar Valsáhorfendur kölluðu “Hættu að væla” þegar Mortensen lá í gólfinu, svöruðu Grindvíkingar um hæl “Haltu kjafti”, allt eins og á að vera í úrslitaleik. Kristinn Pálsson átti stjörnuframmistöðu í þessum leikhluta setti niður hvert skotið á fætur öðru. Þegar Valsmenn náðu 10 stiga forystu, þá tóku Grindvíkingar leikhlé. Þegar þarna var komið í sögu, var leikhlutinn varla hálfnaður. Eitthvað fór mótlætið í taugarnar á Grindvíkingum, Basile fékk tæknivillu og Kane virtist verapirraður við allt og alla. En Valsmenn leiddu eftir þrjá leikhluta 69-58.
Kári byrjar síðan 4. leikhluta djúpum þristi. En Grindvíkingar svöruðu vel og leikurinn byrjaði í járnum. En þeir áttu erfitt með að minnka muninn og þegar leikhlutinn var hálfnaður voru Valsmenn með 11 stiga forskot, en mómentið virtist vera með Grindavík þessa stundina. DeAndre Kane negldi niður geggjuðum þrist og þeir voru að vinna boltann í vörninni en náðu ekki alltaf að fylgja því eftir með körfu hinum meginn.En söxuðu jafnt og þétt á forskotið, þegar 50 sekúndur eftir voru þeir 5 stigum á eftir Valsmönnum, en það dugði ekki til, Valsmenn kunna að halda forystu og unnu að lokum 89-79.
Kristófer Acox átti stórfínan leik fyrir Valsmenn með 17 stig og 11 frákost, Kristinn Pálsson var með 18 stig, Kári átti mjög fína innkomu og kemur til með að styrkja Valsliðið gífurlega. Hjá Grindavík var DeAndre Kane yfirburðamaður, með 37stig og 8 fráköst. Basile var einnig góður, með 22 stig og alltaf grimmur í varnarleiknum.
Næsti leikur er í Smáranum á mánudaginn næst komandi.
Viðtal upphaflega birt á vef Víkurfrétta