spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBreiðablik vann risasigur í botnbaráttunni

Breiðablik vann risasigur í botnbaráttunni

Breiðablik lagði ÍR í kvöld í fyrsta leik 13. umferðar Subway deildar kvenna. Eftir leikinn er Breiðablik í 7. sæti deildarinnar með 6 stig á meðan að ÍR er enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar.

Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi í upphafi þar sem heimakonur í Kópavogi voru þó skrefinu á undan eftir fyrsta fjórðung, 14-17. Undir lok fyrri hálfleiksins ná þær svo að byggja sér upp þægilega forystu og eru 13 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 32-45.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Breiðablik vel að halda í forystu sína og eru 16 stigum á undan fyrir lokaleikhlutann, 50-66. Í honum gera þær svo nóg til þess að lokum sigra leikinn með 14 stigum, 91-77.

Atkvæðamest fyrir Breiðablik í leiknum var Sanja Orozovic með 24 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Fyrir ÍR var það Jamie Cherry sem dró vagninn með 20 stigum, 5 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Breiðablik, sem nú geta andað léttar eftir skakkaföll síðustu mánaða vitandi það að það munar heilum sex stigum á þeim og ÍR sem er í fallsætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -