spot_img

Yfirgefur Þórsara

Óskar Þór Þorsteinsson mun ekki halda áfram þjálfun Þórs Akureyri í fyrstu deild karla á næstu leiktíð. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú um helgina.

Óskar Þór kom til Þórs frá Álftanesi fyrir tveimur árum, þar sem hann var aðstoðarþjálfari Hrafns Kristjánssonar. Undir hans stjórn náði Þór nokkuð góðum árangri á síðustu leiktíð, enduðu í 5. sæti deildarkeppninnar og fóru í undanúrslit úrslitakeppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -