spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBlikar héldu í við toppliðin með öruggum sigri í Grindavík

Blikar héldu í við toppliðin með öruggum sigri í Grindavík

Breiðablik lagði Grindavík nokkuð örugglega í kvöld í 9. umferð Subway deildar karla, 93-122. Eftir leikinn er Breiðablik í 2. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að Grindavík er í 8. sætinu með 8 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstaklega spennandi. Blikar leiddu með 24 stigum í hálfleik, 44-68 og 16 stigum fyrir þann fjórða, 63-79. Í lokaleikhlutanum gerðu gestirnir úr Kópavogi svo algjörlega út um leikinn og unnu að lokum með 31 stigi, 93-122.

Atkvæðamestir fyrir Grindavík í leiknum voru Ólafur Ólafsson með 16 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar og Bragi Guðmundsson með 15 stig og 10 fráköst.

Fyrir Blika var Clayton Ladine bestur með 21 stig, 4 fráköst og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Julio de Assis með 16 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.

Grindavík á leik næst komandi mánudag 12. desember í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar gegn Val í Origo Höllinni. Blikar eru hinsvegar ekki með í þeirri keppni lengur og leika því næst í deildinni komandi fimmtudag 15. desember gegn Hetti á Egilstöðum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -