Keflavík jafnaði metin í kvöld í undanúrslitaeinvígi Subway deildar karla á móti Grindavík með flautukörfu Urban Oman, 84-83. Staðan 1-1 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í úrslitin.
Fyrir leik
Fyrir leik leiðir Grindavík á móti Keflavík eftir dramatískan sigur í fyrsta leik liðanna 1-0. Gríðarleg stemmning þegar fólk mætti og var Pretty Boy að hita upp. DeAndre Kane verður með Grindavík, en hann fékk brottrekstur í fyrsta leik en ekkert leikbann bara sekt. Keflavík er hins vegar án síns besta manns Remy Martins sem sleit hásin.
Byrjunarlið
Keflavík: Jaka.B, Urban.O, Sigurður P, M.Dolezaj, Igor.M
Grindavík: D.Basile, D.Kane, Óli Óla. D Mortensen, Breki Gylfa.
Gangur leiks
Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 26-17 en þeir komu betur stemmdir til leiks hvort sem það voru skot utan af velli eða inní teig og voru að frákasta betur en í síðasta leik á meðan Grindavík átti erfitt í sókn og vörn. Grindavík ná vopnum sínum og vinnur annan leikhluta 24-18 og spilaði þar inní að Basile átti góðan leik og Óli fór grimmt á körfuna. Staðan í hálfleik Keflavík 44-41 Grindavík.
Tölfræði fyrri hálfleiks
Keflavík: skot 43% fg. Frk.24. leikmenn. Jaka og Doezaj eru báðir með 10 stig.
Grindavík: skot 48% fg frk 16. Leikmenn Basile 13 stig Óli Óla 9 stig.
Jafnræði er á með liðunum í þriðja leikhluta mikið um klaufaskap og leikræna tilburði. Grindavík vinnur hann þó með tveimur stigum. Keflavík 62-61 Grindavík þegar við förum í fjórða. Grindavík kemur með áhlaup strax og eru komnir með 7 stiga forskot eins og hendi væri veifað þegar þeir hitta úr skotunum sínum fyrir utan en Keflavík svarar og eru aftur komnir yfir tveim mínútum seinna. En Grindavík kemst ekki inní teig hjá Keflavík.
Grindavík eru tveim stigum yfir þegar 8 sekúndur eru eftir og keflavík kemur boltanum loks inn og setja flautuþrist í lokin, Urban Oman með skotið, niðurstaðan Keflavík 84-83 Grindavík.
Atkvæðamestir
Keflavík: J.Brodnik 20 stig. I.Maric 16 stig
Grindavík: D.Basile 25 stig. D.Kane 19 stig.
Næsti leikur
Þriðji leikur liðanna fer fram miðvikudaginn 8.maí í Smáranum Kópavogi.