spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaRukkaður um 50 þúsund krónur og sleppur við bann

Rukkaður um 50 þúsund krónur og sleppur við bann

Leikmaður Grindavíkur DeAndre Kane verður með sínum mönnum í kvöld er liðið mætir Keflavík í öðrum leik undanúrslita Subway deildar karla.

Kane fékk brottrekstur í fyrsta leik liðanna og þurfti aga- og úrskurðanefnd því að taka málið fyrir. Samkvæmt tilkynningu mun DeAndre fá áminningu fyrir háttsemi sína og þarf hann þá að greiða 50 þúsund krónur í sekt.

Agamál 54/2023-2024

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, DeAndre Kane, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Grindavíkur og Keflavíkur, úrslitakeppni Subwaydeildar karla, sem fram fór þann 30. apríl 2024. 

Með vísan til ákvæðis l. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði aukinheldur greiða sekt að fjárhæð 50.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu sinnar í kjölfar brottvísunar úr áðurnefndum leik.

úrskurð má lesa í heild sinni hér

Fréttir
- Auglýsing -