spot_img

Yfirgefur Borgnesinga

Atli Aðalsteinsson mun ekki halda áfram þjálfun Skallagríms í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Einnig tilkynnti félagið að Hafþór Ingi Gunnarsson hafi yfirgefið félagið.

Atli hefur þjálfað meistaraflokk karla síðan 2019 eða í 4 tímabil. Hann fór með liðið í oddaleik gegn Hamri um að fara upp í Subway deildinni á síðasta tímabili. Ásamt því að hafa verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Skallagríms þegar þær lönduðu bikarmeistaratitli.

Fréttir
- Auglýsing -