Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni í 9. umferð Subway deildar karla í kvöld í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, 76-77.
Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Stjarnan er í 7. sætinu með 8 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð spennandi. Haukar voru þó lengst af með nauma forystu í honum, en undir lokin var það ótrúlegt skot í spjaldið frá leikmanni Hauka Norbertas Giga sem skildi liðin að, 76-77.
Atkvæðamestir fyrir Stjörnuna í kvöld voru Hlynur Bæringsson með 15 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og Robert Turner með 19 stig og 7 fráköst.
Fyrir Hauka var það fyrrum Stjörnumaðurinn Orri Gunnarsson sem dró vagninn með 13 stigum, 11 fráköstum og 3 stoðsendingum. Honum næstur var Norbertas Giga með 14 stig og 12 fráköst.
Myndasafn (væntanlegt)
Viðtöl / Sæbjörn Steinke