spot_img
HomeFréttirAndlát: Helgi Rúnar Bragason

Andlát: Helgi Rúnar Bragason

Þær sorgarfregnir bárust í morgunsárið að körfuknattleiksþjálfarinn og leikmaðurinn Helgi Rúnar Bragason sé látinn. Helgi Rúnar var einungis 47 ára og lést eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Greint er frá andláti hans á heimasíðu Þórs í morgun.

Helgi lék upp yngri flokkana með Grindavík og á leiki með meistaraflokki félagsins. Þar varð hann meðal annars bikarmeistari með Grindavík árið 1998 en þurfti að leggja skónna á hilluna 26 ára vegna meiðsla.

Helgi þjálfaði körfubolta hjá Þór Akureyri síðustu áratugi og þjálfaði meðal annars meistaraflokk kvenna 2017-2019. Þar gaf hann mörgum leikmönnum tækifæri sem skipa úrvalsdeildarlið Þórs í dag. Einnig var hann framkvæmdarstjóri Íþróttabandalags Akureyrar og er því mikið skarð höggvið í íþróttalíf Akureyringa. Fyrr á árinu hlaut Helgi silfurmerki Þórs fyrir framlag sitt.

Körfuboltafjölskyldan hefur misst öflugan meðlim og frábæran einstakling. Karfan þakkar Helga fyrir óeigingjarnt framlag sitt til íþróttarinnar sem við elskum öll.

Forsvarsmenn Körfunnar senda fjölskyldu hans og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk á þessum erfiðu tímum.

Fréttir
- Auglýsing -