Fyrsti leikur í undanúrslitum fór fram í Dalhúsum er Sindri sótti Fjölni heim. Leið Sindra í leikinn var heldur létt þar sem Þróttur Vogum gaf 8 liða úrsllitaleikina. Þeir höfðu því ekki átt leik í um fjórar vikur. Hvort það var skýringin eða ekki þá byrjuðu heimamenn miklu betur og voru á áður en 3 mín voru liðnar komnir í 12-0 en þá vöknuðu Hornfirðingar og byrjuðu að saxa jafnt og þétt á forskotið. Þeir enduðu síðan með stórglæsilegum party þrist að jafna í lok fyrsta leikhluta.
Annar leikhluti var miklu jafnari og skiptust liðin lengst af að leiða leikinn sem var hinn fjörugasti og mikið um fín tilþrif á báða bóga. Svo fór að Sindri náði tveggja stigaforystu sem þeir fóru með inn í leikhlé, 47-45.
Sindri byrjði þriðja hlutan heldur betur og voru skrefinu á undan í öllum sínum aðgerðum. Fjölnir samt aldrei langt undan og stigamunur innan við 6-7 stig þegar mest var. Það var eðlilega hátt spennustig enda mikið undir.
Sindra menn enduðu þriðja leikhlutan með 3ja stiga forystu fyrir lokaleikhlutan
Þegar leið á lokaleikhlutan var eins og Sindramenn væru í meiri stemningu en heimamenn, þeir fögnuðu vel hverri körfu og peppuðu hvern annan vel.
Fjölnir ætlaði sér auðvitað ekkert annað en sigur á sínum heimavelli og voru aldrei langt undan en þeir voru ekki að hitta jafnvel og gestirnir. Mikilvægt var fyrir þá að halda áfram að spila sem lið og skipuleggja sig vel.
Þegar 4 min voru eftir komust Fjölnismenn yfir eitt andartak og hiti leiksins jókst verulega. Samuel Prescott, er eitt sinn lék með Fjölni, fékk sína 5 villu en hann var þá búinn að skila Sindra 28 stigum. Fjölni tókst ekki að nýta þá stöðu betur en svo að þeir fengu á sig áhlaup og voru 6 stigum undir þegar 2:40 voru eftir. Nú var að duga eða, tja tapa. Í körfu eru 6 stig ekki neitt fyrr en lokaflautan gellur. Og það er það sem gerðist, Sindri hélt þetta út og fer vel af stað í þessu einvígi með 7 stiga sigur í kvöld.
Lokatölur 93-100
Myndasafn (væntanlegt)