spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólunum sópað í Smáranum

Stólunum sópað í Smáranum

Í kvöld fór fram þriðji leikur Grindavíkur og Tindastóls, Grindavík leiddi 2-0 og gat með sigri í kvöld komið sér í undanúrslit og sent Íslandsmeistara Tindastóls í sumarfrí. Grindavík vann fyrstu tvo leikina nokkuð auðveldlega og það án DeAndre Kane í síðasta leik.

Gríðarlega vel mætt í stúkuna, frá báðum liðum og stemmingin einsog best verður á kosið. Leikurinn var stórskemmtilegur, Tindastóll byrjaði gríðarlega vel en Gríndavík sýndu afhverju þeir enduðu í öðru sætinu, leikurinn var gríðarleg mikil skemmtun og loksins sáum við Stólana einsog við þekktum þá í fyrra. En Grindavík hafði sigurinn á loka sekundunum og unnu 91-89

Gestirnir frá Sauðárkróki komu gríðarlega einbeittir og ákveðnir til leiks og náðu strax frumkvæðinu og áttu yfirleitt frekar greiða leið að körfu Grindavíkur, fór svo að Tindastóll leiddi með þrettán stiga mun 23-36.

Annar leikhluti héldu Tindastóll áfram að leika vel og héldu forystunni og náðu mest 15 stiga mun. Þá gom grindvíska geðveikin og þeir fóru að salla á forskot. Undir lokin voru Grindavík hársbreidd að komast yfir en Tindastóll sluppu með skrekkinn og fóru inn í hálfleikinn með eins stig forystu 48-49.

Arnar Björnsson byrjaði seinni hálfleikinn með þrist fyrir Stóla en augljóst var að hann var meiddur og var ekki á fullri ferð. Stólar voru skrefi á undan framan af leikhlutanum en Grindavík var aldrei langt undan Kane kom Grindavík svo yfir með því að gera síðustu 5 stig leikhlutans. Vörn Stólanna ekki til útflutnings og Drungilas út úr leiknum eftir bjánalega tæknivillu en hann hafði fengið dæmda á sig óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik.

Jacob Calloway og Callum Lawson héldu Stólum yfir til að byrja með í fjórða leikhluta og tvö víti frá Calloway settu Stóla í 3ja stiga forystu 83-86 þegar rúma 2 mínútur lifðu leiks. Lokamínúturnar voru hins vegar vel útfærðar hjá Grindvíkingum, þeir settu 6 stig í röð og komust í 89-86. Þristur frá Calloway gaf Stólunum líflínu þegar 16 sekúndur voru eftir en það var feykinógur tími fyrir Basile að komast í frekar auðveld tvö stig sem kláruðu leikinn. Stólar eru því úr leik eftir afar slappa titilvörn svo ekki sé meira sagt.

Deandre Kane var stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig og Mortensen var mjög öflugur með 16 stig og 10 fráköst. Hjá gestunum endaði Calloway stigahæstur með 22 stig en Woods og Geks sáust varla frekar en í fyrri leikjum. Grindavík heldur áfram en við tekur naflaskoðun hjá fráfarandi meisturum.

Tölfræði leiks

Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta.

Umfjöllun / Hjalti Árna & Kristinn Þór Ingvason

Fréttir
- Auglýsing -