Breiðablik lagði Stjörnuna í Smáranum í kvöld í 8. umferð Subway deildar karla, 101-90.
Eftir leikinn er Breiðablik í 1.-2. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Valur á meðan að Stjarnan er í 6.-8. sætinu með 8 stig líkt og Tindastóll og Grindavík.
Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Everage Lee Richardson með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Stjörnuna var það Robert Turner sem dró vagninn með 40 stigum og 8 fráköstum.
Stjarnan á leik næst komandi fimmtudag 8. desember gegn Haukum í Umhyggjuhöllinni á meðan að Blikar leika degi seinna gegn Grindavík í HS Orku Höllinni.