spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir jöfnuðu einvígið í kaflaskiptum leik

Íslandsmeistararnir jöfnuðu einvígið í kaflaskiptum leik

Valur lagði Njarðvík í kvöld í N1 höllinni í öðrum leik 8 liða úrslita Subway deildar kvenna, 80-77. Með sigrinum náði Valur að jafna einvígið 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Það voru gestirnir úr Njarðvík sem hófu leik kvöldsins betur og leiddu þær með 6 stigum að fyrsta fjórðung loknum, 21-27. Undir lok fyrri hálfleiksins ná heimakonur þó góðum tökum á leiknum og eru 7 stigum yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 31-38.

Aftur nær Njarðvík yfirhöndinni í þriðja leikhlutanum og eru þær skrefinu á undan fyrir lokaleikhlutann, 47-50. Leikurinn er svo nokkuð jafn í fjórða leikhlutanum, en þökk sé góðum lokaspretti frá Brooklyn Pannell nær Valur að sigla framúr á lokamínútunni og sigra að lokum með 3 stigum, 80-77.

Atkvæðamest í liði heimakvenna í kvöld var Brooklyn Pannell með 32 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Sara Líf Boama með 9 stig og 14 fráköst.

Fyrir Njarðvík var það Selena Lott sem dró vagninn með 27 stigum, 8 fráköstum og 4 stolnum boltum.

Þriðji leikur liðanna er á dagskrá komandi þriðjudag 16. apríl.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -