spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaTilkynning frá Þrótti - Stefna á að vera áfram í fyrstu deildinni

Tilkynning frá Þrótti – Stefna á að vera áfram í fyrstu deildinni

Fyrr í dag greindi Karfan frá því að Þróttur hafi dregið lið sitt úr keppni í úrslitakeppni fyrstu deildar karla.

Rétt í þessu sendi félagið frá sér tilkynningu sem má sjá hér fyrir neðan, en í henni greinir félagið meðal annars frá áætlunum sínum um að halda sæti sínu í fyrstu deildinni á komandi tímabili.

Tilkynning:

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Þróttar Vogum hefur ákveðið að draga meistaraflokk úr keppni í úrslitakeppni 1. deildar karla. 

Við vilj­um þakka all­an þann stuðning sem við höf­um fengið á tíma­bil­inu og horf­um bjart­sýn til framtíðar þar sem meist­ara­flokk­ur Þróttar stefnir á taka þátt í 1. deildinni aftur í haust. 

Þessi ákvörðun er ekki tek­in af neinni léttúð held­ur að vel yf­ir­lögðu ráði þar sem all­ir mögu­leg­ir kost­ir hafa verið ræki­lega skoðaðir og rædd­ir í þaula. Meistaraflokkur Þróttar á að baki fjögur ár og fór upp um tvær deildir á stuttum tíma. Félagið þurfti að spila heimaleiki sína utan Voga þar sem heimavöllur liðsins var ekki löglegur í 1. deild. Auk þess er töluvert meiri vinna og kostnaður að halda úti liði í 1. deild, vinna sem við gerðum okkur ekki grein fyrir og starfsemi deildarinnar stækkaði hratt og það varð okkur að falli þrátt fyrir að liðið tryggði sig inn í úrslitakeppni með sannfærandi hætti. 

Þróttur mun eiga spjall við KKÍ næstu vikurnar um framhald körfuboltastarfsins hjá okkur hér í Vogum.

Körfuknattleiksdeild Þróttar vill þakka leikmönnum, þjálfurum, stuðningsmönnum, KKÍ og aðalstjórn UMFÞ fyrir ánægjulegt samstarf í vetur.

Fyrir hönd Þróttar, Axel Ingi Auðunsson formaður Körfuknattleiksdeildar Þróttar. 

Fréttir
- Auglýsing -