spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaKR Íslandsmeistari b liða

KR Íslandsmeistari b liða

Í gærkvöldið mættu KR B – Álftanes B á meistaravöllum í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil B liða, en semsagt B lið mega ekki fara í fyrstu deild og er því sér úrslitaleikur fyrir efstu tvö B liðin í 2.deild.

KR B endaði í 3.sæti í 2.deild með 14 sigra og 4 töp á meðan Álftanes B endaði í 6.sæti með 7 sigra og 11 töp.

Bæði lið mættu með sterk lið, byrjunarlið KR voru Finnur Atli, Skarphéðinn, Helgi Már Þorsteinn og Ellert(mörg þekkt nöfn á bekknum). Hjá Álftanes voru það Brynjar, Leifur Steinn, Jón, Magnús og Jón en Kjartn Atli kom af bekknum. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en hann einkenndist af slæmri hittni, harðri vörn þar sem dómarar voru við stjórnvölinn.

Í seinni hálfleik sigldi KR stórveldið fram úr með sinni mikilli breidd og sáu Álftnesingar aldrei til sólar í 4.leikhluta.

Sanngjarn sigur Stjörnu prýtt lið KR-B þar sem KR-b tapaði ekki leik gegn b-liði í allan vetur.

KR-B hefur verið áskrifandi af þessum titli síðastliðin ár en liðið er mannað af fyrirverandi landsliðsmönnum og nokkrum margföldum íslandsmeisturum.

Stighæstu menn KR voru Helgi Már Magnússon 19 stig, Sigurður Þorvaldsson 14 stig, Illugi Auðunsson 13 stig og Skarphéðinn Ingason 10 stig.

Hjá Álftanesi voru Arnar Líndal með 15 stig, Leifur Steinn 14 stig, Magnús Lúðvíksson 10 stig og Kjartan Atli 10 stig.

Fréttir
- Auglýsing -