spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaKV í úrslit 2. deildarinnar

KV í úrslit 2. deildarinnar

KFG fékk KV í heimsókn í Umhyggjuhöllina fyrr í dag í undanúrslitum í annarri deild karla, 75-77.

KV byrjaði leikinn að krafti og voru yfir allan fyrri hálfleikinn. KFG náði að komast betur inn í leikinn  og staðan í hálfleik var 38-45. Í seinni hálfleik komu KFG sterkir til baka og unnu upp forskot KV manna. Síðasti fjórðungurinn var æsispennandi og þegar 17 sekúndur voru eftir var staðan 75-75, Náðu KV menn að setja niður síðustu körfuna og enduðu leikar 75-77.

Atkvæðahæstur KV manna var var Eyjólfur með 23 stig og hjá KFG var Ásmundur Múli með 30 stig.

Það er því ljóst að KV mun heimsækja Vestra á Ísafirði þann 12. apríl í úrslitum.

Myndasafn

Umfjöllun, myndir / Sævar Jónasson

Fréttir
- Auglýsing -