Ísland lagði Rúmeníu í kvöld í fjórða leik sínum í undankeppni EuroBasket 2023, 68-58. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 3.-4 sæti riðilsins, en Ísland er þar skör ofar vegna innbyrðisstigatölu.
Mikil körfuboltahátíð var haldin í kringum leikinn í Laugardalshöllinni, en einum og hálfum tíma fyrir leik hófst dagskrá á göngum hallarinnar sem vel var mætt á og ekki var að sjá annað en um mikla stemningu hafi verið að ræða.
Ljósmyndari Körfunnar Hafsteinn Snær Þorsteinsson var á staðnum og náði þessum frábæru myndum af leiknum og hátíðinni sem haldin var fyrir hann.
Hérna má sjá fleiri myndir frá leiknum