Elvar Már Friðriksson hafði betur gegn sínum gömlu félögum í Siauliai er hann og félagar hans í Rytas lögðu þá með fimm stigum í LKL deildinni í Litháen, 80-85.
Meistarar Rytas eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með sjö sigra og þrjú töp það sem af er tímabili.
Elvar Már hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en á rúmum 15 mínútum spiluðum skilaði hann tveimur stoðsendingum.
Næsti deildarleikur Rytas er þann 5. desember gegn Pieno Zvaigzdes.