spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBaldur tekur við í Garðabænum "Stjarnan er stór klúbbur"

Baldur tekur við í Garðabænum “Stjarnan er stór klúbbur”

Baldur Þór Ragnarsson hefur samið við Stjörnuna í Garðabæ um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í Subway deild karla fyrir næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Baldur Þór var í þjálfarateymi Þórs Þorlákshafnar 2015-2019 og þjálfaði lið Tindastóls á árunum 2019-2022, en hefur síðan 2022 verið aðstoðarþjálfari þýska meistaraliðsins Ulm og aðalþjálfari Orange Academy í Pro B deildinni í Þýskalandi.

“Eftir að Stjarnan hafði samband þá gekk þetta hratt fyrir sig, og það var gott að finna að Stjörnusamfélagið allt hafði mikinn áhuga á að fá mig til starfa. Ég er mjög spenntur á að takast á við þetta verkefni, Stjarnan er stór klúbbur og spennandi starf fyrir hvern þjálfara að fá að takast á við. Stjarnan er með mikið og gott starf í yngri flokkum og vill vera með liði í efstu sætum í meistaraflokki” Segir Baldur Þór.

“Arnar Guðjónsson hefur unnið gott starf í Garðabænum og ekki slæmt bú að fá að taka við og keyra áfram veginn” Bætir Baldur Þór við.

Fréttir
- Auglýsing -