spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar og félagar töpuðu gegn Paderborn

Hilmar og félagar töpuðu gegn Paderborn

Landsliðsmaðurinn Hilmar Pétursson og Muenster máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Paderborn í Pro A deildinni í Þýskalandi, 58-69.

Eftir leikinn er Muenster í 11. sæti deildarinnar með fjóra sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 18 mínútum spiluðum skilaði Hilmar 6 stigum, 2 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næsti leikur Muenster í deildinni er þann 3. desember gegn Giessen.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -